Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, er sterkasti leikmaður 11. umferðar Bestu deildar kvenna í boði Steypustöðvarinnar.
Agla María var maður leiksins þegar Blikar lögðu Þrótt að velli í toppbaráttuslag á dögunum. Hún lagði upp tvö mörk í þessum frábæra sigri Kópavogsliðsins.
Agla María var maður leiksins þegar Blikar lögðu Þrótt að velli í toppbaráttuslag á dögunum. Hún lagði upp tvö mörk í þessum frábæra sigri Kópavogsliðsins.
„Agla María var frábær í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Lagði upp tvö fyrstu mörk Breiðabliks," skrifaði Anton Freyr Jónsson í skýrslu sinni frá leiknum.
Agla María var sjálf til viðtals eftir leikinn þar sem hún sagði:
„Mér fannst þetta heilt yfir frábærlega vel spilaður leikur hjá okkur. Við fengum fullt af færum, skoruðum þrjú góð mörk og bara frábært að sigra sterkt lið Þróttar," sagði Agla María eftir leikinn.
„Það er held ég krefjandi að spila eftir svona langa pásu og ég held að við höfum gert bara virkilega vel í að byrja mótið aftur svona og þetta er bara nýtt mót sem er að byrja núna."
Agla María var með landsliðinu á EM í Sviss en virðist koma endurnærð til baka eftir það verkefni.
„Auðvitað var þetta virkilega svekkjandi þar sem við náðum ekki markmiðum okkar. Hvað mig sjálfa varðar þá spilaði ég meira en ég hefði getað búist við. Ég fór með það viðhorf inn í þetta að gefa allt sem ég get til liðsins. Mér fannst ég gera það vel. Heilt yfir er ég sátt með mína frammistöðu en þetta er úrslitabransi og mótið var svekkjandi," sagði Agla María.
Sterkastar í síðustu umferðum:
1. umferð - Samantha Smith (Breiðablik)
2. umferð - Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Víkingur R.)
3. umferð - Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
4. umferð - Alda Ólafsdóttir (Fram)
5. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
6. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
7. umferð - Birna Kristín Björnsdóttir (FH)
8. umferð - Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
9. umferð - Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan)
Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll)
Athugasemdir