Svissneski miðjumaðurinn Granit Xhaka er að ganga í raðir Sunderland.
Fabrizio Romano segir að það sé samkomulag í höfn á milli Sunderland og Bayer Leverkusen. Leikmaðurinn er einnig búinn að ná samkomulagi við Sunderland.
Fabrizio Romano segir að það sé samkomulag í höfn á milli Sunderland og Bayer Leverkusen. Leikmaðurinn er einnig búinn að ná samkomulagi við Sunderland.
Kaupverðið er 20 milljónir evra og skrifar Xhaka undir samning við Sunderland til 2027.
Leikmaðurinn mun fljúga yfir til Sunderland í dag og ganga frá skiptunum.
Erik ten Hag, stjóri Leverkusen, sagði á dögunum að hann vildi ekki missa Xhaka en núna eru skiptin að ganga í gegn sem er risastórt fyrir Sunderland.
Athugasemdir