Útlit er fyrir að Adam Aznou, vinstri bakvörður Bayern, sé á leið til Everton.
Aznou er 19 ára gamall Spánverji sem er uppalinn hjá Barcelona en hann gekk til liðs við Bayern aðeins 16 ára gamall.
Aznou er 19 ára gamall Spánverji sem er uppalinn hjá Barcelona en hann gekk til liðs við Bayern aðeins 16 ára gamall.
Hann spilaði fjóra leiki með Bayern á síðustu leiktíð en var á láni hjá Real Valladolid seinni hluta tímabilsins.
David Moyes, stjóri Everton, staðfesti að félagið hafi gert tilboð í leikmanninn. Hann verður líklega varaskeifa fyrir Úkraínumanninn Vitalii Mykolenko.
„Við gerðum tilboð í hann. Hvort það verði samþykkt og hvort þetta sé allt klárt er annað. Hann er ungur leikmaður, við sjáum fyrir okkur að hann muni eiga góða framtíð og er mjög efnilegur," sagði Moyes.
Moyes sagði á dögunum að félagið þyrfti að kaupa 9-10 leikmenn í sumar. Liðið hefur þegar fengið þrjá svo hann væri til í 6-7 í viðbót.
„Ég hef aldrei lent í þessu. Ég hef þurft að kaupa marga leikmenn áður en aldrei svona marga í einum glugga," sagði Moyes.
Félagið hefur nælt í markvörðinn Mark Travers og framherjann Thierno Barry, þá er Carlos Alvaraz alfarið genginn til liðs við félagið eftir að hafa verið á láni á síðustu leiktíð.
Fimm leikmenn hafa yfirgefið félagið, þar á meðal Dominic Calvert-Lewin og Abdoulaye Doucoure.
Athugasemdir