Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Gyökeres: Eina sem ég þarf frá þér eru stoðsendingar
Viktor Einar Gyökeres.
Viktor Einar Gyökeres.
Mynd: Arsenal
Viktor Gyökeres, sænski framherjinn, skrifaði undir fimm ára samning við Arsenal á dögunum. Gyökeres hefur verið á skotskónum með Sporting Lissabon og skoraði 97 mörk í 101 leik.

Í skemmtilegu myndskeiði sem birt er á samfélagsmiðlum Arsenal sést Gyökeres lesa upp skilaboð frá fyrirliðanum Martin Ödegaard. Þar segir Ödegaard að ef Gyökeres þurfi aðstoð þá geti hann leitað til sín.

„Það eina sem ég þarf eru stoðsendingar,“ sagði Gyökeres eftir að hafa lesið bréfið.

Gyökeres hitti liðsfélaga sína í Singapúr þar sem hann horfði á Arsenal sigra Newcastle 3–2 í æfingaleik. Ödegaard skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu á 84. mínútu.

Gyökeres er líklegur til að spila sinn fyrsta keppnisleik fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á móti Manchester United í fyrstu umferð, í leik sem verður 16. ágúst.


Athugasemdir
banner
banner