EM kvenna í Sviss lauk í gær þegar England vann Spán í úrslitum. Þetta var í annað sinn sem England varð Evrópumeistari en Spánn, sem er ríkjandi heimsmeistari, hefur aldrei orðið Evrópumeistari.
England hefur unnið tvö mót í röð en síðasta mót fór fram árið 2022 á Englandi.
England hefur unnið tvö mót í röð en síðasta mót fór fram árið 2022 á Englandi.
Þar var bætt áhofendamet á mótinu í heild þegar tæplega 575 þúsund manns mættu á leikina.
Áhorfendametið var slegið í Sviss en 657 þúsund manns sóttu leikina. Það er athyglisvert í ljósi þess að vellirnir í sviss eru ekki nálægt því eins stórir og Wembley og Old Trafford sem dæmi. Wembley tekur 90 þúsund manns í sæti á meðan Old Trafford tekur rúmlega 74 þúsund.
St Jakob Park í Basel er stærsti völlurinn í Sviss en hann tekur 34,250 manns í sæti. Það seldist upp á 29 af 31 leik í Sviss.
Athugasemdir