Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Joao Felix skrifar undir tveggja ára samning við Al-Nassr
Mynd: Chelsea
Portúgalinn Joao Felix er að ganga til liðs við Al-Nassr frá Chelsea.

Al-Nassr borgar um 26 milljónir punda fyrir hann en verðið gæti hækkað um 17,5 milljónir punda.

Fabrizio Romano greinir frá því að hann muni skrifa undir tveggja ára samning við sádi arabíska félagið.

Felix, sem er 25 ára gamall, var í viðræðum við uppeldisfélagið sitt Benfica en landi hans, Cristiano Ronaldo, er sagður hafa sannfært hann um að ganga til liðs við Al-Nassr.

Felix gekk til liðs við Chelsea á láni frá Atletico Madrid í janúar 2023. Hann var síðan á láni hjá Barcelona tímabilið 2023/24 en Chelsea keypti hann síðan síðasta sumar.

Hann var á láni seinni hluta síðasta tímabils hjá AC Milan þar sem hann lék 21 leik og skoraði þrjú mörk.
Athugasemdir
banner
banner