Umboðsmenn miðjumannsins Douglas Luiz eru að ræða við forráðamenn Juventus um framtíð brasilíska miðjumannsins.
Luiz mætti ekki til æfinga fyrstu daga undirbúningstímabilsins en er loksins mættur. Hann á yfir höfði sér sekt frá félaginu.
Luiz mætti ekki til æfinga fyrstu daga undirbúningstímabilsins en er loksins mættur. Hann á yfir höfði sér sekt frá félaginu.
Luiz, sem er fyrrum leikmaður Aston Villa, hefur verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina og þar hafa West Ham og Everton helst verið nefnd til sögunnar. Nottingham Forest og Manchester United hafa einnig verið sögð áhugasöm.
Luiz stóð alls ekki undir væntingum á síðasta tímabili, lék innan við 900 mínútur í öllum keppnum án þess að skora mark eða eiga stoðsendingu.
Athugasemdir