Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 29. september 2022 18:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Bayern síðasta liðið inn í riðlakeppnina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bayern Munchen er síðasta liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna en liðið sigraði Real Sociedad í kvöld.


Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í hjarta varnarinnar í kvöld en hún lék einnig í 1-0 sigri Bayern í fyrri leik liðanna.

Bayern komst í þriggja marka forystu í fyrri hálfleik í kvöld en Sociedad minnkaði muninn áður en flautað var til hálfleiks. Ekkert mark var skorað í þeim síðari.

Íslendingaliðin Rosengard, Juventus og PSG tryggðu sér sæti í riðlakeppninni í gær. Roma tryggði sætið sitt í riðlakeppninni fyrr í dag með 4-1 sigri á Sparta Prag, samtals 6-2.

Sjá einnig:
Meistaradeild kvenna: Juventus í riðlakeppnina - Sara Björk skoraði
Liðin sem eru komin í riðlakeppnina - Tvö sæti laus


Athugasemdir
banner
banner
banner