
Í gær kláraðist stærsti hluti forkeppni Meistaradeildar kvenna og eru 14 lið núna komin í riðlakeppnina.
Riðlakeppnin var stofnuð fyrir tímabilið í fyrra og er þetta annað þar sem hún verður til staðar. Keppnin er að stækka og er það hluti af því að hafa riðlakeppnina.
Riðlakeppnin var stofnuð fyrir tímabilið í fyrra og er þetta annað þar sem hún verður til staðar. Keppnin er að stækka og er það hluti af því að hafa riðlakeppnina.
Breiðablik komst í riðlakeppnina í fyrra og var Valur grátlega nálægt því að komast þangað í ár.
Valur komst í gegnum fyrstu umferð forkeppninnar og mætti Slavia Prag frá Tékklandi í öðru stigi. Slavia hafði betur í tveggja leikja einvígi, 1-0, þar sem þær unnu nauman sigur á Hlíðarenda.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða 14 lið eru komin í riðlakeppnina en það eru tvö sæti laus. Íslendingalið Bayern München er að spila í kvöld um að komast í riðlakeppnina en þær eru með 1-0 forystu gegn Real Sociedad fyrir heimaleik sinn í Þýskalandi.
Það verður dregið í riðlakeppnina næstkomandi mánudag og verður svo sannarlega áhugavert að sjá hvernig það fer.
Lyon frá Frakklandi er ríkjandi meistari eftir sigur gegn Barcelona í úrslitaleiknum fyrr á þessu ári.
All through ✅
— Her Football Hub (@HerFootballHub) September 28, 2022
🇫🇷 Lyon⁰🇩🇪 Wolfsburg ⁰🏴 Chelsea ⁰🇪🇸 Barcelona
🏴 Arsenal ⁰🇵🇹 Benfica ⁰🇮🇹 Juventus ⁰🇫🇷 Paris Saint-Germain ⁰🇪🇸 Real Madrid ⁰🇸🇪 Rosengård ⁰🇨🇿 Slavia Praha ⁰🇦🇹 St. Pölten ⁰🇦🇱 Vllaznia
🇨🇭 Zürich #UWCL
Athugasemdir