Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 29. september 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Seaman um Arsenal: Ekki tilbúnir að keppa við Liverpool og Man City
Mynd: Getty Images

Arsenal hefur farið gríðarlega vel af stað í ensku úrvalsdeildinni en liðið er á toppi deildarinnar eftir sjö umferðir með sex sigra og eitt tap.


David Seaman fyrrum markvörður liðsins er með væntingarnar í hófi en hann telur að liðið sé ekki tilbúið að berjast um titilinn.

„Við verðum að setja markið á að ná betri árangur en á síðustu leiktíð. Fyrir tveimur tímabilum enduðum við í áttunda sæti, það var ekki nógu gott en við vorum í uppbyggingu. Á þessari leiktíð yrði gott að enda í topp fjórum og ná góðu skriði í bikar," sagði Seaman.

„Við erum ekki tilbúnir til að keppa við Manchester City og Liverpool. Liverpool er aðeins að hiksta núna en þeir verða góðir og þá fer City að hiksta."

Arsenal fær Tottenham í heimsókn í Lundúnarslag í hádeginu á laugardaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner