Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. nóvember 2020 17:10
Ívan Guðjón Baldursson
PAOK í annað sæti - Lommel í þriðja
Mynd: Getty Images
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn er PAOK lagði Lamia að velli í efstu deild gríska boltans.

Sverrir Ingi var í hjarta varnarinnar og fékk gult spjald í 0-2 sigri sem fleytir PAOK upp í 2. sæti.

PAOK er með 21 stig eftir 9 umferðir, einu stigi eftir Olympiakos sem á leik til góða. Hvorki PAOK né Olympiakos hafa tapað leik það sem af er tímabils.

Sverrir Ingi hefur stimplað sig vel inn í lið PAOK og er lykilmaður.

Lamia 0 - 2 PAOK
0-1 C. Tzolis ('12)
0-2 Vieirinha ('64)

Kolbeinn Þórðarson kom þá inn á 83. mínútu er Lommel rúllaði yfir RWDM í B-deild belgíska boltans.

Lommel er í þriðja sæti eftir sigurinn, með 18 stig eftir 12 umferðir. Kolbeinn og félagar eru aðeins einu stigi eftir Seraing í öðru sæti, sem á þó einnig leik til góða.

Lommel leiddi 1-0 í leikhlé og bætti þremur mörkum við í síðari hálfleik. Manfred Ugalde setti tvennu.

Lommel 4 - 0 RWDM
1-0 A. Zaroury ('32)
2-0 M. Ugalde ('50)
3-0 M. Ugalde ('70)
4-0 M. Moreno ('87)
Athugasemdir
banner
banner