Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigurbergur heim í Njarðvík (Staðfest)
Sigurbergur og Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur.
Sigurbergur og Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur.
Mynd: Njarðvík
Sigurbergur Bjarnason hefur samið við uppeldisfélag sitt, Njarðvík, sem leikur í 2. deild karla.

Sigurbergur spilaði í næst efstu deild með Njarðvík 2018 en hann varð síðan fyrir því óláni að slíta krossband. Á síðasta ári kom Sigurbergur til baka eftir meiðslin og lék einn leik á láni hjá Vestra.

Þessi 21 árs gamli kantmaður samdi við Keflavík fyrir síðasta sumar en hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Hann spilaði einn leik með Víði Garði í Mjólkurbikarnum síðasta sumar, en náði ekki að spila fyrir Keflavík.

Hann er núna kominn aftur í Njarðvík, en faðir hans, Bjarni Jóhannsson, tók nýlega við sem þjálfari Njarðvíkur.


Athugasemdir
banner
banner
banner