Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   mán 29. nóvember 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Vakti athygli að Kalvin Phillips var tekinn af velli í hálfleik
Kalvin Phillips er lykilmaður hjá Leeds.
Kalvin Phillips er lykilmaður hjá Leeds.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Kalvin Phillips í Leeds var tekinn af velli í hálfleik í markalausu jafntefli gegn Brighton á laugardaginn.

Phillips sást teygja á kálfunum í fyrri hálfleik og margir gerðu ráð fyrir því að hann hefði verið tekinn af velli vegna meiðsla. Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, sagði hinsvegar á fréttamannafundi í morgun að skiptingin hafi aðeins verið taktísk.

Bielsa segist hafa talið það henta betur að fá Pascal Struijk inn.

Phillips sé því leikfær fyrir næsta leik Leeds sem er strax á morgun, heimaleikur gegn Crystal Palace.

Á fréttamannafundinum í morgun greindi Bielsa einnig frá því að þeir Luke Ayling og Patrick Bamford spila varaliðsleik í kvöld. Þeir hafa verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla en eru að snúa aftur.

Leeds er í sautjánda sæti úrvalsdeildarinnar, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner
banner