Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mið 29. nóvember 2023 13:30
Elvar Geir Magnússon
Alisson og Jota næstu vikur á meiðslalistanum
Klopp og Alisson.
Klopp og Alisson.
Mynd: EPA
Markvörðurinn Alisson Becker hjá Liverpool meiddist í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City síðasta laugardag. Jurgen Klopp stjóri Liverpool sagði á fréttamannafundi í dag að Alisson myndi missa af næstu leikjum liðsins.

Hann verður ekki með gegn austurríska liðinu LASK í Evrópudeildinni á morgun og ekki heldur með gegn Fulham á sunnudag. Þá er ólíklegt að hann geti spilað gegn Sheffield United eftir viku.

„Svo þurfum við að sjá til," segir Klopp en Alisson ætti að geta snúið aftur áður en Liverpool mætir Manchester United þann 17. desember.

Varamarkvörður Liverpool er Caoimhín Kelleher og hann mun standa vaktina næstu leiki.

„Hann hefði spilað leikinn á morgun hvort sem er og á skilið að fá tækifæri í fleiri leikjum. Vonandi nær hann að sýna hvað hann getur," segir Klopp.

Portúgalski sóknarleikmaðurinn Diogo Jota er einnig á meiðslalistanum. Klopp segir að meiðsli hans séu verri en hjá Alisson og hann verði lengur frá.

„Við vitum ekki nákvæmlega hversu lengi hann verður fjarverandi, meiðslin eru aðeins verri hjá honum."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner