Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   mið 29. nóvember 2023 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Ingibjörg: Stórar ákvarðanir teknar og er fúl yfir því
Ingibjörg hatar VAR.
Ingibjörg hatar VAR.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir var í tapliði Valerenga gegn Rosenborg í úrslitaleik norska bikarsins á Ulleval leikvangnum í Osló um helgina. Hún er ekki ánægð með frammistöðu VAR teymisins í leiknum.

„Þetta var ekki það skemmtilgasta en það er alltaf gaman að spila bikarúrslitaleik. Við höfðum líka mörgu að fagna svo það er bara að reyna að njóta," sagði Ingibjörg við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Cardiff í Wales í gær en framundan er leikur við heimakonur í Þjóðadeildinni á föstudaginn.

Hvernig var að spila leikinn á þjóðarleikvangi Norðmanna.

„Það er mjög gaman, ég er búin að spila þar nokkrum sinnum núna og það er alltaf jafn flott og góðar aðstæður. Toppaðstæður."

Öll umræða norskra fjölmiðla um leikinn snerist að því að VAR hafi tekið leikinn af Valerenga liðinu.

„Þeir tóku þá góðu ákvörðun að henda VAR í þennan eina leik ársins. Við höfum ekki spilað með VAR áður. Það voru stórar ákvarðanir teknar og maður er svolítið fúll yfir því," sagði Ingibjörg en beðin um að útskýra sagði hún.

„Það var tekið mark af okkur sem var svona mikil rangstæða," sagði Ingibjörg og sýndi sentímetra með fingrunum.

„Það er pirrandi þegar maður hefur ekki spilað með VAR áður. Svo er mjög augljóst að leikmenn eru farnir inn í teig þegar vítaspyrnan er tekin. Svo skora þær úr því svo það er vel pirrandi. Ég hata VAR!"

   28.11.23 12:37
Ísland mætt í jólastemmningu til Cardiff

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner