Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   þri 28. nóvember 2023 12:37
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Ísland mætt í jólastemmningu til Cardiff
Frá æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Frá æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska landsliðið er mætt til Cardiff í Wales en hér fer fram leikur liðsins við welska liðið í Þjóðadeild kvenna á föstudagskvöldið. Leikurinn er mjög mikilvægur en stig tryggir íslenska liðinu sæti í umspili um að halda sér í A-deildinni.

Það er fallegt veður en samt þó nokkuð svalt í Cardiff og þegar leikurinn fer fram á föstudaginn er búist við -2 gráðu frosti. Völlurinn er með undirhita svo það kemur ekkert að sök.

Liðið og föruneytið ferðaðist hingað til Cardiff í gær og komu upp á hótel um miðjan daginn. Allt gekk vel.

Um kvöldið kíkti hluti liðsins á jólastemmninguna í bænum en þar er búið að koma upp flottum skemmtigarði með tívolí stemmningu og eitthvað fyrir alla.

Fyrsta æfingin var svo steinsnar frá keppnisvellinum, Cardiff City Stadium rétt fyrir hádegið í dag. Jólaandinn sveif líka yfir þar því Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði hafði tekið saman uppáhalds jólalögin sín og þau voru spiluð í hátalara á æfingasvæðinu fyrir æfingu.

Allir leikmenn íslenska liðsins gátu tekið þátt í æfingunni og eru klárar í slaginn fyrir leikinn mikilvæga á föstudaginn.

Fótbolti.net er í Cardiff og síðar í dag og næstu daga munum við birta viðtöl og ljósmyndir af æfingasvæðinu. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir tók á æfingunni í dag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner