Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   þri 28. nóvember 2023 16:19
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Ingibjörg á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Ingibjörg á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég býst við mjög jöfnum leik eins og á Laugardalsvelli," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir miðvörður Íslands á æfingu liðsins í Cardiff í dag.

Ísland mætir heimakonum í Wales á Cardiff City Stadium á föstudaginn en leikurinn er íslenska liðinu mjög mikilvægur, því eitt stig tryggir sæti í umspili um að halda sætinu í A-deild Þjóðardeildarinnar. Liðin mættust á Laugardalsvell í september og þá vann Ísland 1-0 sigur.

„Þær eru með marga góða leikmenn sem spila í toppdeildum, flestar á Englandi, svo þetta verður hörkuleikur. Ég vonast til að við getum verið meira með boltann en síðast á móti þeim," sagði Ingibjörg.

Nokkur umræða skapaðist eftir fyrri leikinn þar sem fólk heima var vonsvikið með spilamennsku íslenska liðsins þrátt fyrir sigur.

„Já, það eru góðar ástæður. Við erum ekki að halda nógu vel í boltann og ekki að skapa nógu mikið af færum," sagði Ingibjörg.

„Þá skil ég alveg að fólk sé vonsvikið en við vorum sterkar varnarlega í þeim leik og náðum að halda þeim á núllinu. Maður veit aldrei hvort við hefðum sótt meira ef við hefðum ekki skorað þetta mark gegn þeim en við viljum samt ná betri frammistöðu."

Eftir tvo leiki heima gegn Þýskalandi og Danmörku, sem töpuðust báðir, þótti frammistaða íslenska liðsins hafa tekið nokkrum framförum. Hvað gerðist þarna á milli?

„Við fórum yfir ákveðna hluti og slepptum tökunum og ákváðum að þora og spila bara okkar bolta. Það tekur tíma þegar við erum með ungt lið, það eru margar hættar og margar nýjar komnar inn. Það tekur tíma að púsla þessu saman og fá leikmenn til að líða vel inni á vellnum."

Nánar er rætt við Ingibjörgu í spilaranum að ofan en þar ræðir hún meðal annars um ástandið í heimabæ sínum, Grindavík. Í byrjun viðtalsins má heyra jólatónlist spilaða hátt á æfingasvæðinu.

,Það er jólastemmning og jólatónlist í botni. Ég er ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn af þessu," sagði Ingibjörg og vísaði í Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrirliða íslenska liðsins.
Athugasemdir
banner
banner