Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
   þri 28. nóvember 2023 16:19
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Ingibjörg á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Ingibjörg á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég býst við mjög jöfnum leik eins og á Laugardalsvelli," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir miðvörður Íslands á æfingu liðsins í Cardiff í dag.

Ísland mætir heimakonum í Wales á Cardiff City Stadium á föstudaginn en leikurinn er íslenska liðinu mjög mikilvægur, því eitt stig tryggir sæti í umspili um að halda sætinu í A-deild Þjóðardeildarinnar. Liðin mættust á Laugardalsvell í september og þá vann Ísland 1-0 sigur.

„Þær eru með marga góða leikmenn sem spila í toppdeildum, flestar á Englandi, svo þetta verður hörkuleikur. Ég vonast til að við getum verið meira með boltann en síðast á móti þeim," sagði Ingibjörg.

Nokkur umræða skapaðist eftir fyrri leikinn þar sem fólk heima var vonsvikið með spilamennsku íslenska liðsins þrátt fyrir sigur.

„Já, það eru góðar ástæður. Við erum ekki að halda nógu vel í boltann og ekki að skapa nógu mikið af færum," sagði Ingibjörg.

„Þá skil ég alveg að fólk sé vonsvikið en við vorum sterkar varnarlega í þeim leik og náðum að halda þeim á núllinu. Maður veit aldrei hvort við hefðum sótt meira ef við hefðum ekki skorað þetta mark gegn þeim en við viljum samt ná betri frammistöðu."

Eftir tvo leiki heima gegn Þýskalandi og Danmörku, sem töpuðust báðir, þótti frammistaða íslenska liðsins hafa tekið nokkrum framförum. Hvað gerðist þarna á milli?

„Við fórum yfir ákveðna hluti og slepptum tökunum og ákváðum að þora og spila bara okkar bolta. Það tekur tíma þegar við erum með ungt lið, það eru margar hættar og margar nýjar komnar inn. Það tekur tíma að púsla þessu saman og fá leikmenn til að líða vel inni á vellnum."

Nánar er rætt við Ingibjörgu í spilaranum að ofan en þar ræðir hún meðal annars um ástandið í heimabæ sínum, Grindavík. Í byrjun viðtalsins má heyra jólatónlist spilaða hátt á æfingasvæðinu.

,Það er jólastemmning og jólatónlist í botni. Ég er ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn af þessu," sagði Ingibjörg og vísaði í Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrirliða íslenska liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner