Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 29. nóvember 2024 13:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola: Við munum snúa aftur, veit bara ekki hvenær
„Það fer eftir ykkur, hvað þið skrifið. Við erum í 2. sæti í deildinni. Ég hef sagt það margoft að við þurfum að lifa sem félag, lifa sem lið - takast á við stöður eins og þessar," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, á fréttamannafundi í dag þegar hann spurður hvort að City væri í krísu.

Liðið hefur ekki unnið í sex leikjum, töpin voru fimm í röð áður en liðið gerði jafntefli gegn Feyenoord á þriðjudag þegar liðið missti niður 3-0 forystu á síðasta korteri leiksins.

„Við munum snúa aftur, ég veit það. Ég veit ekki hvenær, það er sannleikurinn."

„Það má dæma þessa stöðu sem við erum í - þegar lið hefur stýrt úrvalsdeildinnni í morg ár - þá getur svona staða komið upp. Þetta snýst um hvernig við stöndum upp aftur, aftur og aftur, sama hvað gerist."

„Við höfum gert það í fortíðinni og við munum vonandi byrja á að gera það aftur,"
sagði Guardiola.

Framundan er stórleikur við topplið Liverpool á Anfield á sunnudag. Guardiola gaf lítið upp varðandi meiðsli í hópnum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner