Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sevilla að fá Bryan Gil frá Tottenham
Mynd: Heimasíða Tottenham Hotspur
Mynd: EPA

Spænski kantmaðurinn Bryan Gil, sem verður 22 ára í febrúar, er sagður vera á leið til Sevilla á lánssamningi sem gildir út tímabilið.


Gil er fjölhæfur og efnilegur leikmaður en hefur ekki fundið taktinn hjá Tottenham, sem borgaði 22 milljónir punda fyrir hann auk þess að senda Erik Lamela til Sevilla í skiptum. 

Gil fór á lán til Valencia á sínu fyrsta tímabili og eftir að hann kom til baka síðasta sumar hefur hann komið við sögu í ellefu leikjum með Tottenham. 

Gil á aðeins tvær stoðsendingar í 31 leik með Tottenham en hann var algjör lykilmaður upp sigursæl yngri landslið Spánar og á fjóra leiki að baki fyrir A-landsliðið.

Sevilla fær ekki kaupmöguleika með lánssamningnum þar sem þjálfarateymi Tottenham telur leikmanninn enn eiga eftir að springa út.

Jorge Sampaoli, þjálfari Sevilla, er mikill aðdáandi og vildi fá Gil til Marseille þegar hann var við stjórnvölinn þar.


Athugasemdir
banner
banner
banner