Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 30. mars 2020 08:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Xavi segist tilbúinn til að taka við Barcelona
Barcelona goðsögnin, Xavi sem stýrir nú Al Sadd í Katar. Hann hafnaði í janúar tilboði Barcelona um að taka við liðinu eftir að Ernesto Valverde var rekinn.

Xavi fannst tímapunkturinn ekki vera réttur þá enda ekki með langan þjálfaraferil að baki, hljóðið í honum núna tæpum tveimur mánuðum seinna er allt annað, nú segist hann vera klár í slaginn svo lengi sem andrúmsloftið sé gott í klefanum.

„Ég get alveg verið hreinskilin með það að ég vil snúa aftur til Barcelona og er mjög spenntur fyrir því," sagði Xavi.

„Ég vil vinna með traustu og góðu fólki, ég vil ekki þurfa vinna með slæman anda í búningsklefanum," tók Xavi skýrt fram.
Athugasemdir
banner
banner