Lewandowski enn á lista í Sádi-Arabíu - Arsenal ætlar að kaupa Neto í janúar - Lingard fer ekki til West Ham
   fim 30. mars 2023 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ægir fær bakvörð með reynslu úr efstu deild í Serbíu (Staðfest)
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Ægir
Ægir hefur gengið frá samningi við serbneskan bakvörð sem mun leika með félaginu í sumar.

Bakvörðurinn heitir Sladjan Mijatovic og er með reynslu úr serbnesku úrvalsdeildinni.

„Það gleður okkur að staðfesta samkomulag út tímabilið við vinstri bakvörðinn Dzimi, eða einfaldlega bara “Jimmy” eins og hann er kallaður," segir í tilkynningu Ægis.

Dzimi kemur til félagsins frá Borac Paracin sem leikur í þriðju efstu deild Serbíu. Dzimi er með flotta ferilskrá en hann hefur leikið 40 leiki í Superligunni, efstu deild Serbíu, og hátt í 100 leiki í næstefstu deild Serbíu.

Dzimi spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í 1-1 jafntefli gegn Vestra í morgun þar sem liðin eru að ljúka æfingaferð í Salou á Spáni. „Dzimi var virkilega flottur í leiknum og mun vafalítið styrkja hópinn fyrir komandi átök í Lengjudeildinni," segir jafnframt í tilkynningunni.

Eins og frægt er orðið þá mun Ægir leika í Lengjudeildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner