Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. mars 2023 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Mitrovic í þriggja leikja bann: Erum ekki eins manns lið
Mynd: Getty Images
Hinn 28 ára gamli Mitrovic á 96 mörk í 182 leikjum með Fulham.
Hinn 28 ára gamli Mitrovic á 96 mörk í 182 leikjum með Fulham.
Mynd: EPA

Aleksandar Mitrovic og Marco Silva, stjörnuleikmaður og knattspyrnustjóri Fulham, voru báðir reknir af velli í svekkjandi tapi í 8-liða úrslitum enska bikarsins rétt fyrir landsleikjahlé. Willian var rekinn útaf á sama tíma og því voru aðeins 9 leikmenn Fulham eftir á vellinum.


70 mínútur voru liðnar af venjulegum leiktíma og var Fulham með 0-1 forystu á Old Trafford þegar Chris Kavanagh dómari dæmdi vítaspyrnu og rautt spjald eftir að Willian varði með hendi á marklínu.

Mitrovic og Silva brugðust ekki vel við ákvörðun dómarateymisins. Þeir mótmæltu af fullum hálsi og sýndu ógnandi hegðun, sem varð til þess að Kavanagh rak þá báða upp í stúku ásamt Willian.

Mitrovic fær þriggja leikja bann fyrir að vera með ógnandi tilburði gagnvart dómara leiksins.

„Hann er virkilega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og hefur verið að spila mjög góðan fótbolta á undanförnum árum. Aleksandar er mjög hæfileikaríkur en það þýðir ekki að við séum lið sem reiðir sig eingöngu á einn leikmann," segir Silva.

„Við erum miklu meira heldur en bara eitthvað eins manns lið. Núna fá aðrir leikmenn tækifæri til að stíga upp og sýna gæðin sín. Svona er fótboltinn, það er ástæða fyrir því að það eru meira en 11 leikmenn í öllum leikmannahópum.

„Við verðum að vona að leikmaðurinn sem tekur sætið í byrjunarliðinu geti hjálpað okkur að vinna næstu leiki."

Mitrovic missir af leikjum gegn Bournemouth, West Ham og Everton. Fulham er um miðja deild, með 39 stig úr 27 umferðum eftir tvo tapleiki í röð.


Athugasemdir
banner
banner