fim 30. apríl 2020 11:23
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Fyrsta umferð Pepsi Max á þremur dögum - Allir leikirnir stakir
Valur og KR mætast í opnunarleiknum.
Valur og KR mætast í opnunarleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að teikna upp 1. umferð Pepsi Max-deildar karla en þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Þar kom fram að engir tveir leikir verði á sama tíma og að stefnt sé að því að fyrstu leikir deildarinnar verði allir í beinni á Stöð 2 Sport. Reiknað er með að samkomubann miðist við 100 þegar Íslandsmótið fer af stað.

Opnunarleikur Vals og KR á að fara fram laugardaginn 13. júní en á sunnudeginum verða svo fjórir leikir sem dreifast á daginn.

13:30 á sunnudag verður HK - FH, 15:45 ÍA - KA, 18:00 Víkingur - Fjölnir og 20:15 Breiðablik - Grótta.

Umferðinni lýkur svo mánudagskvöldið 15. júní með leik Stjörnunnar og Fylkis.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan eða í gegnum Podcast forrit.
Útvarpsþátturinn - Halló Akureyri! Heimsókn til KA
Athugasemdir
banner
banner