Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fös 30. maí 2025 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
Pirraði stærstu stjörnu Norðmanna - „Hún bauð svolítið upp á þetta"
Icelandair
EM KVK 2025
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ógeðslega svekkjandi niðurstaða," sagði Alexandra Jóhannsdóttir eftir 1-1 jafntefli gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld.

„Þær fengu einhver tvö færi eftir að við gerðum mistök en annars fannst mér við fá fleiri færi. Við vorum að loka vel og vinna ógeðslega vel. Þetta er ótrúlega svekkjandi."

Lestu um leikinn: Noregur 1 -  1 Ísland

Ísland náði forystunni snemma og hélt henni lengi. Norsku leikmennirnir voru orðnar pirraðar.

„Já, rosalega. Þær voru mjög pirraðar og mér fannst við vera með þær í vasanum á tímabili. Það gekk ekkert upp hjá þeim og við vorum bara að negla þær niður."

Caroline Graham Hansen, stærsta stjarnan í liði Noregs, fékk gult spjald fyrir að ýta Alexöndru í pirringi í fyrri hálfleik.

„Mér fannst hún fara full auðveldlega niður og vildi fá vítaspyrnu. Svo keyrir hún bara inn í mig. Ég lét mig detta og kannski hefði ég ekki átt að gera það, en hún bauð svolítið upp á þetta," sagði Alexandra en nánar er rætt við hana í viðtalinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner