Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 30. júlí 2021 22:27
Victor Pálsson
Holding: Þurfum ekki að vera eins og Chelsea
Mynd: Getty Images
Arsenal ætti ekki að líta upp til Chelsea og reyna að vera eins og þeir bláklæddu að sögn Rob Holding, varnarmanns þess fyrrnefnda.

Chelsea endaði tímabilið virkilega vel í vetur en liðið vann Meistaradeildina undir stjórn Thomas Tuchel.

Þrátt fyrir það ætti Arsenal ekki að horfa öðruvísi augum á Chelsea en liðin hafa lengi verið keppinautar í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég sé Chelsea sem keppinaut fyrir okkur. Ég horfi ekki á þá sem lið sem við viljum herma eftir," sagði Holding.

„Ég held að þeir horfi ekki svoleiðis á okkur heldur. Það er sameiginleg virðing okkar á milli eftir úrslitaleiki í bikarnum og að spila í stórleikjum."

„Ég hugsa ekki að því þeir unnu Meistaradeildina að við þurfum að vera meira eins og þeir. Við þurfum að bæta eigin stöðu en þegar við spilum við þá eru leikirnir jafnir."
Athugasemdir
banner
banner
banner