Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 30. september 2022 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
PSG mistókst að krækja í Skriniar og Scamacca í sumar
Mynd: EPA

Christophe Galtier nýr þjálfari Paris Saint-Germain viðurkenndi í viðtali að franska stórveldinu hafi mistekist að krækja í miðvörð og framherja í sumar.


PSG hafði aðeins takmarkaða fjármuni til að fjármagna þessar stöður og náði félagið hvorki samkomulagi við Inter um kaupverð á Milan Skriniar né Sassuolo um kaupverð á Gianluca Scamacca.

Slóvakíski miðvörðurinn Skriniar varð eftir hjá Inter þar sem hann á þó aðeins eitt ár eftir af samningi sínum á meðan Scamacca var keyptur til West Ham fyrir um 40 milljónir evra.

„Við reyndum að kaupa miðvörð í sumar og framherja með öðruvísi hæfileika en það gekk ekki upp. Forsetinn gerði allt í sínu valdi til að ganga frá þessum skiptum en það reyndist ómögulegt," sagði Galtier, sem var ráðinn til PSG í sumar eftir frábæran árangur með Lille og Nice undanfarin ár. 


Athugasemdir
banner
banner
banner