Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. október 2020 18:46
Magnús Már Einarsson
Ekki ljóst hvenær bikarar verða afhentir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ekki er ljóst hvenær lið fá afhenta Íslands og deildarmeistaratitla í ár en leik var hætt á Íslandsmótinu í dag vegna kórónuveirufaraldursins.

Hertar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti en þá verður miðað við tíu manna samkomubann næstu tvær til þrjár vikurnar. Bikarar fara því ekki á loft fyrr en í fyrst laai síðari hlutann í nóvember.

„Við erum ekki komin þangað. Ætli það verði ekki við fyrsta hentuga tækifæri. Við erum ekki komin þangað að hugsa um það," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, við Fótbolta.net í kvöld.

Deildarmeistarar karla
Pepsi Max-deild: Valur
Lengjudeildin: Keflavík
2. deild: Kórdrengir
3. deild: KV
4. deild: ÍH

Deildarmeistarar kvenna
Pepsi Max-deild: Breiðablik
Lengjudeild: Tindastóll
2. deild: Grindavík
Athugasemdir
banner
banner
banner