Það er alltaf nóg um að vera í háskólaboltanum og þar var engin breyting á dögunum 14. - 21. október.
Lúkas Magni Magnason, fyrrum leikmaður KR, og Ólafur Flóki Stephensen, leikmaður Vals, voru báðir á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Clemson í sterkum 3-0 sigri liðsins á Duke. Úlfur Ágúst var sömuleiðis í byrjunarliði Duke í leiknum.
Sindri Sigurjónsson, leikmaður Aftureldingar, var á skotskónum fyrir Quinnipiac og skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Manhattan.
Kristján Snær Frostason, leikmaður HK, spilaði allan leikinn fyrir Dayton og komst á blað með sitt fyrsta mark fyrir liðið í 5-0 stórsigri á Baldwin Wallace.
Liðsfélagi Kristjáns í HK, Ívar Orri Gissurarson og Alexander Clive Vokes, leikmaður Selfoss, voru báðir á sínum stað í byrjunarliði Albany í 2-0 sigri liðsins á UMBC þar sem Ívar Orri lagði upp annað marka liðsins.
Páll Veigar Ingvason, leikmaður Þórs, og Guðmundur Thor Ingason, leikmaður KFG, spiluðu báðir fyrir Hawaii Hilo í tveimur stórsigrum, 3-0 gegn Hawaii Pacific og 4-0 á móti Chaminade. Páll Veigar er fyrirliði liðsins.
Róbert Kolbeins Þórarinsson, leikmaður KFG, var á skotskónum fyrir Eckerd í 3-3 jafntefli liðsins við Rollins.
Davíð Ívarsson, leikmaður Álafoss, átti stórleik fyrir Thomas ME með eitt mark og þrjár stoðsendingar í 4-0 liðsins á Lesley. Davíð er kominn með 14 mörk og 10 stoðsendingar í 14 leikjum á tímabilinu. Tristan Dúi Kjartansson, leikmaður Smára, og Brynjar Bjarki Jóhannsson, leikmaður Ýmis, voru einnig báðir í byrjunarliði Thomas.
Sindri Sigurðarson, leikmaður Dalvíkur, og Sigurður Hákon Halldórsson, leikmaður FH, spiluðu báðir fyrir Queens NC í sterku jafntefli gegn Úlfi Ágústi og félögum í Duke.
Kolviður Gísli Helgason, leikmaður Breiðablik, var á skotskónum fyrir Central Columbus og setti tvö mörk í 5-2 sigri á Western Iowa Tech.
Þá stóð Salka Hrafns Elvarsdóttir, leikmaður ÍA, vaktina vel í marki OLLU og var með 7 vörslur í sterkum 5-1 sigri liðsins á Southwest.
Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir, leikmaður KR, heldur áfram að blómstra í liði West Florida og var með mark og stoðsendingu í 6-1 stórsigri liðsins á Christian Brothers.
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, leikmaður FH, átti góðan leik fyrir Santa Clara og var með stoðsendingu í 3-1 sigri liðsins á móti Oregon State
Ída Marín Hermannsdóttir, liðsfélagi Hildigunnar í FH, átti stórleik fyrir LSU, Louisiana State, og var með mark og tvær stoðsendingar í sterkum 4-1 sigri á móti Ole Miss. Ída skoraði einnig eina markið úr víti á móti Kentucky í 1-1 jafntefli.
Dagbjört Líf Guðmundsdóttir, leikmaður ÍA, var á eldi og skoraði þrennu með USAO, University of Science and Arts of Oklahoma, í 5-1 stórsigri á móti Wayland Baptist
Margrét Edda Bjarnadóttir, leikmaður Gróttu, var með stoðsendingu fyrir Louisiana Monroe á móti App State.
Matthildur Inga Traustadóttir, leikmaður Álftaness, var á sínum stað í vörn Thomas U í tveimur sigurleikjum liðsins, 5-1 sigri á Point og 2-0 sigri á Faulkner.


