Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, sleit krossband undir lok tímabilsins í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Hann sagði í viðtali við Fótbolta.net eftir að Heimir Guðjónsson var kynntur sem nýr þjálfari liðsins að hann væri á leið í aðgerð.
Hann sagði í viðtali við Fótbolta.net eftir að Heimir Guðjónsson var kynntur sem nýr þjálfari liðsins að hann væri á leið í aðgerð.
„Ég fer í aðgerð 18. nóvember. Þá byrjar endurhæfingaferli sem stundum tekur styttri tíma og stundum lengri. Ég krosslegg fingur um að það gangi vel," sagði Ragnar Bragi.
Ragnar Bragi vonast til að geta spilað næsta sumar.
„Já, það er alltaf á bakvið eyrað. Þá leggur maður meira á sig í endurhæfingunni. Vonandi mun ganga vel, þetta er ferli sem ég hef aldrei farið í gegnum áður. Ég viðurkenni að ég er mjög kvíðinn fyrir þessari aðgerð því nokkrir vinir mínir hafa farið í þetta og farið illa út úr þessu," sagði Ragnar Bragi.
Athugasemdir

