Heung-min Son, fyrrum leikmaður Tottenham, vonast til að fá tækifæri til að kveðja stuðningsmenn liðsins almennilega.
Son gekk til liðs við LAFC í bandarísku MLS deildinni í sumar eftir tíu ár hjá Tottenham. Síðasti leikurinn hans fyrir Lundúnaliðið var gegn Newcastle í æfingaleik í Suður-Kóreu í sumar.
Son gekk til liðs við LAFC í bandarísku MLS deildinni í sumar eftir tíu ár hjá Tottenham. Síðasti leikurinn hans fyrir Lundúnaliðið var gegn Newcastle í æfingaleik í Suður-Kóreu í sumar.
„Ég mun fara aftur til London til að hitta stuðningsmenn Tottenham. Ég á skilið að kveðja fyrir framan þá alla og þeir eiga skilið að sjá mig með berum augum og kveðja," sagði Son.
„Það verður tilfinningaþrunginn dagur en ég get ekki beðið eftir því að fara aftur til London til að hitta alla stuðningsmenn liðsins."
Að svo stöddu er þetta aðeins ósk hans en engin áform eru um kveðjusund í London að svo stöddu.
Athugasemdir



