Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eigandi Celtic hraunaði yfir Rodgers eftir uppsögnina
Mynd: EPA
Brendan Rodgers sagði upp störfum sem stjóri Celtic í gær í kjölfar 3-1 taps gegn Hearts um helgina.

Tapið þýddi að Celtic er átta stigum á eftir Hearts sem situr á toppnum í skosku deildinni.

Dermot Desmond, stærsti hluthafi í Celtic, hraunaði yfir stjórann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar uppsagnarinnar.

„Ég vil viðurkenna framlag Brendans á þeim tveimur tímabilum sem hann hefur gegnt sem knattspyrnustjóri, þar sem hann hjálpaði til við að skila árangri sem er hluti af nútímasögu félagsins. Hins vegar verð ég einnig að lýsa yfir djúpum vonbrigðum mínum með hvernig síðustu mánuðir hafa þróast," segir Desmond.

„Þegar við fengum Brendan aftur til Celtic fyrir tveimur árum, var það gert með fullkomnu trausti og trú á getu hans til að leiða félagið inn í nýja tíma varanlegrar velgengni. Því miður hefur framkoma hans og samskipti undanfarna mánuði ekki endurspeglað það traust.“

Rodgers tjáði sig mikið í fjölmiðlum vegna vonbrigða með félagaskiptagluggann í sumar og hefur kennt lélegu gengi félagsins um að þeim hafi ekki tekist að styrkja leikmannahópinn fyrir upphaf tímabilsins.

„Hver einasti leikmaður sem kom og fór á hans tíma var keyptur og seldur með hans vitund, samþykkis og áritunar. Öll önnur fullyrðing er röng."

„Ég reyndi að leysa þessi þegar hann tjáði sig opinberlega. Við funduðum í rúmlega þrjá tíma heima hjá honum. Þrátt fyrir næg tækifæri gat hann ekki bent á eitt einasta tilvik þar sem félagið hafði hindrað hann eða ekki stutt hann. Staðreyndirnar stemmdu ekki við frásögn hann."

„Því miður hafa orð hans og gjörðir síðan þá verið sundrandi, villandi og eigingjarnar. Þau hafa stuðlað að eitraðri stemningu innan félagsins og kynt undir fjandskap gagnvart meðlimum framkvæmdastjórnarinnar og stjórnarinnar. Sumt af því ofbeldi sem beinist að þeim og fjölskyldum þeirra hefur verið algjörlega óréttmætt og óásættanlegt."

Þá segist Desmond hafa boðið honum að ræða samningsmál en Rodgers vildi hugsa málið. Hann tjáði sig í kjölfarið við fjölmiðla og sagðist ekkert hafa heyrt í eigendum félagsins varðandi þau mál.

„Celtic er sterkara en nokkur einn einstaklingur. Við einbeitum okkur núna að því að endurheimta sátt og samlyndi, styrkja hópinn og halda áfram að byggja upp félag sem er verðugt gildum sínum, hefðum og stuðningsmönnum.“
Athugasemdir
banner
banner