Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fengu ekki mikið umtal en spiluðu stórt hlutverk í góðu gengi Þórs
Kristófer Kristjánsson
Kristófer Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór tryggði sér sæti í Bestu deildinni síðasta sumar en liðið stóð uppi sem sigurvegari í Lengjudeildinni eftir sigur gegn Þrótti í úrslitaleik í lokaumferðinni.

Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson fyrr í þessum mánuði og var farið yfir sumarið í heild sinni. Hann hrósaði Kristófer Kristjánssyni og Ingimar Arnari Kristjánssyni sem voru gríðarlega mikilvægir fyrir liðið.

Kristófer var mikið meiddur í sumar en hann spilaði aðeins ellefu leiki. Hann spilaði mest megnis sem hægri bakvörður.

„Kristófer breytir leiknum okkar með því að koma til baka. Það leit út fyrir að hann væri ekkert að fara taka þátt. Kviðslitinn með einhverjar ævintýralegar bólgur í lífbeini," sagði Siggi.

„Getur ekkert æft og á að fara í aðgerð en við fáum ekki aðgerð. Það var annað hvort að gera ekkert eða prófa þetta. Hann prófar þetta og eiginlega breytir leiknum okkar, á einhverja glæsilegustu endurkomu í liðið sem maður hefur orðið vitni af. Hann spilar síðustu átta leikina og er maður leiksins í svona sex af þeim."

Framherjinn Ingimar Arnar kom einnig við sögu í ellefu leikjum og skoraði þrjú mörk en eiitt þeirra var sérstaklega mikilvægt.

„Rafa (Rafael Victor) er þarna orðinn heill og liðið farið að tikka. Ingimar fer í það hlutverk að vera 'supersub'. Ekkert eðlilega mikilvægur fyrir okkur, þegar við vorum að vinna leiki og komnir aftar á völlinn kemur örugglega fljótasti leikmaður landsins inn á og er lykil partur af því að við vinnum leiki í lokin," sagði Siggi.

„Hann skorar svo þetta 2-0 mark á móti Þrótti sem er á endanum markið sem kemur okkur upp."
Siggi Höskulds - Besta deildin kallar
Athugasemdir
banner