Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. nóvember 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Arteta hefur áhyggjur af markaleysi Aubameyang
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist hafa áhyggjur af markaleysi fyrirliðans Pierre-Emerick Aubameyang.

Aubameyang hefur ekki skorað úr opnum leik síðan gegn Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en hann átti einungis eitt skot á markið í tapinu gegn Wolves í gær.

Aubameyang gerði nýjan samning við Arsenal í september en síðan þá hefur lítið gengið upp fyrir framan markið.

Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur sagði Arteta: „Ég held að við höfum það öll því að aðalmarkaskorari félagsins er ekki að skora mörk í augnablikinu og stærsta áhyggjuefni mitt er að finna hvernig við getum hjálpað honum að skora mörk því við þurfum mörkin hans."

„Hversu mikilvægur Auba hefur verið fyrir félagið undanfarin tvö ár og hvernig mörkin hafa skipst á milli leikmanna segir alla söguna um mikilvægi hans. Hann þarf að skora mörk ef við viljum standa okkur vel."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner