Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 30. nóvember 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Læknir Maradona undir rannsókn
Mynd: Getty Images
Leopoldo Luque, einkalæknir Diego Maradona, er undir rannsókn lögreglu í Buenos Aires, Argentínu, í kjölfar andláts stórstjörnunnar á dögunum.

Luque gæti átt yfir höfði sér kæru eftir að dómari heimilaði húsleit og leit á vinnustofu hans. Í heildina voru 60 lögregluþjónar sendir í leitirnar.

Dalma, Gianinna og Jana, dætur Maradona, kenna Luque um andlát föðurs sins og telja hann hafa starfað af miklu gáleysi og vanrækslu.

Verið er að skoða hvort Luque hafi gerst sekur um alvarlega vanrækslu, ef sú er raunin gæti hann verið kærður og endað í fangelsi.
Athugasemdir
banner
banner
banner