Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. nóvember 2021 11:40
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mín skoðun 
Klárar ferilinn á Íslandi einn daginn
Hugur Viðars er farinn að leita heim til Íslands.
Hugur Viðars er farinn að leita heim til Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar á landsliðsæfingu.
Viðar á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðssóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson viðurkennir að hugur sinn sé farinn að leita til Íslands þó afar ólíklegt sé að hann sé á heimleið á næstunni. Það sé þó ljóst að hann muni ljúka ferlinum hér á landi.

Viðar, sem er 31 árs og hefur víða komið við á ferlinum er samningsbundinn Valerenga í Noregi út árið 2023. Hann segist þó ekki búast við því að klára þann samning.

„Ég skrifaði undir frekar langan samning þó það hafi ekki verið planið að klára hann allan. Ég ætlaði að taka eitt og hálft ár kannski og svo líklega færa mig, en þetta er alls ekki í mínum höndum. Maður á tvö ár eftir af samningi og þeir stjórna þessu," segir Viðar við Valtý Björn í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun.

Viðar segir að í sínum huga sé allt opið. Hann gæti farið annað í Evrópu en sé vissulega spenntur fyrir því að koma heim enda sé fjölskylda hans hér á landi.

„Ég mun klára ferilinn á Íslandi það er klárt, hvenær það verður er ekki alveg klárt. Það væri drullugaman að koma heim en ég á erindi í nokkur ár í viðbót úti. Ég mun setjast niður með félaginu bráðum og ræða aðeins hlutina. Fjölskyldan togar mjög mikið í, hún togar þegar maður er einn hérna úti að spila fótbolta."

Viðar viðurkennir að hafa heyrt í íslenskum félögum sem hafa athugað hvernig landið liggur hjá honum. Ef hann myndi koma heim þá færi hann alltaf í efstu deild.

„Það skiptir engu máli hvort mig langi til Íslands eða ekki. Kannski get ég það ekki fyrr en eftir tvö til þrjú ár, það er ekki nóg að langa það heldur er spurningin hvort það sé hægt," segir Viðar við Mína skoðun.

Viðar er að jafna sig á meiðslum sem stendur en tímabilið í Noregi er að klárast og hann mun ekki koma meira við sögu. Hann skoraði fimm mörk í átján leikjum fyrir Valerenga en liðið siglir lygnan sjó um miðja deild.

Viðar er uppalinn hjá Selfossi en hann spilaði einnig fyrir ÍBV og Fylki hér á landi áður en hann hélt út í atvinnumennskuna. Á atvinnumannaferlinum hefur hann spilað í Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi, Tyrklandi auk Noregs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner