Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 30. nóvember 2021 18:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær að spila sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu
Icelandair
Ída Marín í leiknum í kvöld.
Ída Marín í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Tveir leikmenn eru að spila í fyrsta sinn með íslenska landsliðinu í keppnisleik, í leik gegn Kýpur sem er núna í gangi.

Ísland er að spila við Kýpur í undankeppni HM og er staðan 0-4 þegar þessi frétt er skrifuð.

Lestu um leikinn: Kýpur 0 -  4 Ísland

Ída Marín Hermannsdóttir, leikmaður Vals, og Natasha Moraa Anasi, leikmaður Breiðabliks, komu báðar inn á sem varamenn á 65. mínútu leiksins.

Natasha, sem er fædd í Bandaríkjunum en er komin með íslenskan ríkisborgararétt, er að spila sinn þriðja A-landsleik en hinir báðir komu í vináttulandsleikjum.

Ída Marín, sem er 19 ára gömul, er að spila sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland.

Báðar voru þeir öflugar í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. Ída var frábær fremst á miðju fyrir Val sem varð Íslandsmeistari. Natasha var öflug í liði Keflavíkur áður en hún skipti yfir til Breiðabliks. Natasha getur spilað bæði í vörn og á miðju.

Þess má geta að foreldrar Ídu voru bæði landsliðsfólk; Hermann Hreiðarsson og Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Athugasemdir
banner
banner