Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 30. nóvember 2022 19:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bað Messi afsökunar á hótunum eftir leikinn gegn Mexíkó
Mynd: EPA

Það var mikill hiti í mönnum eftir leik Argentínu og Mexíkó á HM á dögunum.


Boxarinn Canelo Alvarez er frá Mexíkó en hann var allt annað en sáttur þegar hann sá myndband af Lionel Messi eftir leikinn.

Hann fékk treyju frá leikmanni Mexíkó eftir leikinn og setti hana á gólfið og kastaði svo skónum sínum í átt að treyjunni. Alvarez sakaði hann um að vera að skúra gólfið með treyjunni.

„Hann skal biðja til guðs um að hann mæti mér ekki," skrifaði Alvarez meðal annars.

Alvarez hefur nú beðið Messi afsökunar.

„Ég gekk of langt síðustu daga útaf ást minni og ástríðu gagnvart landinu mínu og sagði hluti sem áttu ekki erindi og ég vil byðja Messi afsökunnar og aðra frá Argentínu. Við lærum eitthvað nýtt á hverjum degi og það var komið að mér núna," sagði Alvarez.


Athugasemdir
banner
banner
banner