Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 30. nóvember 2022 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stelpurnar í U17 með tvo sigra - Unnu strákalið
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
U17 ára landslið kvenna lék á dögunum tvo æfingaleiki, annan á móti 3. flokki karla hjá Þrótti og hinn á móti meistaraflokki kvenna hjá Víkingi.

Stelpurnar unnu 4-2 sigur gegn strákunum í Þrótti og fóru svo með sigur af hólmi gegn meistaraflokki Víkings, 4-1.

„Mér finnst það gefa æfingalotunum aukið gildi að spila góða leiki. Oft spilum við innbyrðis en í þetta sinn tókst okkur að finna tvo æfingaleiki sama daginn. Æfingahópurinn var stór svo helmingurinn spilaði við spræka Þróttarastráka og hinn helmingurinn við Víking sem er eitt sterkasta lið Lengjudeildarinnar,“ segir Magnús Örn Helgason, þjálfari U17, í samtali við Fótbolta.net.

Af hverju veljið þið að spila við stráka?

„Í strákaboltanum er oft á tíðum meiri hraði og ákefð og það er gott fyrir stelpurnar að takast á við þannig leiki. Liðið þarf að mæta hasarnum í þessum gaurum og stelpurnar koma sjálfum sér oftar en ekki á óvart. Þær setja í gír sem þær varla vissu að þær ættu til."

Mæta Englandi í febrúar
Það eru spennndi verkefni framundan þó liðið eigi ekki lengur möguleika á að komast í lokakeppni EM 2023.

„Í febrúar förum við til Portúgal þar sem við spilum á æfingamóti með heimakonum, Englandi og Finnlandi. Það verður sérstaklega spennandi að mæta Englandi enda er uppgangurinn í kvennaboltanum þar mikill. Og í raun frábært fyrir þessar efnilegu stelpur að fá að máta sig við enn eina stórþjóðina því á árinu höfum við meðal annars spilað við Spán, Ítalíu og Frakkland."

„Í mars spilum við svo í B-deild Evrópumótsins þar sem stefnan er ótvírætt sett á sigur í riðlinum. Við viljum spila í A-deild,“ sagði Magnús Örn.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr æfingaleikjunum tveimur sem voru spilaðir fyrir stuttu.




Athugasemdir
banner
banner