Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   fim 30. nóvember 2023 18:56
Brynjar Ingi Erluson
Kaj Leó áfram í Njarðvík
Mynd: Njarðvík
Kaj Leó í Bartalsstovu hefur framlengt samning sinn við Njarðvík út næsta tímabil eða til 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í dag.

Færeyingurinn gekk í raðir Njarðvíkur frá Leikni um mitt síðasta mót og hjálpaði liðinu að bjarga sér frá falli úr Lengjudeildinni.

Kaj Leó, sem er 32 ára gamall, kom fyrst til Íslands árið 2016 og hefur síðan þá spilað fyrir FH, ÍA, ÍBV og Val.

Þessi sóknarsinnaði leikmaður hefur nú skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Njarðvík, sem gildir út 2024.

Hann á 26 landsleiki að baki með færeyska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner