Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fös 30. desember 2022 20:34
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin: Toney með mark og stoðsendingu í fyrri hálfleik
Ivan Toney
Ivan Toney
Mynd: EPA
Brentford er að vinna West Ham, 2-0, á London-leikvanginum, en Ivan Toney kom að báðum mörkum gestanna.

Toney hefur heldur betur verið í stuði á þessari leiktíð en hann gerði tólfta mark sitt í deildinni er hann kom Brentford yfir á 18. mínútu.

Englendingurinn skoraði af stuttu færi eftir langt innkast inn í teiginn áður en hann lagði síðan upp annað markið fyrir Josh DaSilva.

Hægt er að sjá bæði mörkin hér fyrir neðan.

Markið hjá Toney

Markið hjá DaSilva
Athugasemdir
banner