Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 31. maí 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Atalanta fékk veiruna: Óttaðist um líf sitt
,,Strákarnir munu spila fyrir borgarbúa
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gian Piero Gasperini, 62 ára þjálfari Atalanta, fann fyrir einkennum kórónuveirunnar eftir magnaðan og sögulegan sigur gegn Valencia í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Atalanta hefur verið á stöðugri uppleið undir stjórn Gasperini og skoraði átta mörk í tveimur leikjum gegn Valencia.

Atalanta vann heimaleikinn 4-1 í febrúar og hefur verið talað um hann sem mögulega Covid-19 sprengingu þar sem 40 þúsund manns mættu á San Siro og fögnuðu innilega hvor með öðrum.

Bergamó, borgin sem hýsir Atalanta, lenti í gífurlegum vandræðum vegna kórónuveirunnar þegar hún var fyrst að brjótast út og létu þúsundir manna lífið á svæðinu.

Seinni leikurinn fór fram á Spáni 10. mars og hafði Atalanta aftur betur, í þetta sinn 3-4 þökk sé fernu frá Josip Ilicic.

„Veikindin byrjuðu daginn fyrir leikinn í Valencia og versnuðu yfir daginn. Ef þið lítið á myndir af leiknum þá leit ég ekki vel út á bekknum. Þegar ég kom heim þá leið mér illa og ég gat ekki sofið," sagði Gasperini í viðtali við La Gazzetta dello Sport.

„Ég heyrði í sjúkrabílum á tveggja mínútna fresti, þetta var eins og stríðssvæði. Þegar ég gat ekki sofið á nóttinni hugsaði ég með mér: 'Hvað kemur fyrir mig ef ég verð lagður inn á spítala? Ég get ekki farið núna, ég á enn eftir að gera svo margt...'

„Ég hugsaði þetta smá í gríni með sjálfum mér til að létta andrúmsloftið en ég hugsaði líka um það í fullri alvöru."


Gasperini var veikur í tæpa viku. Hann fann fyrir fyrstu einkennum 8. mars og var búinn að ná sér 14. mars. Eins og margir aðrir sem smituðust af Covid-19 missti Gasperini bragðskynið.

„Daginn eftir sigurinn fékk liðið dýrindis mat og 2008 Dom Perignon flösku frá stjörnukokki sem heldur með Atalanta. Ég smakkaði kampavínið og sagði: 'Þetta er vatn...'. Maturinn smakkaðist eins og brauð. Ég hafði misst bragðskynið.

„Ég fékk aldrei hita og var því ekki prófaður við veirunni á þessum tíma. Fyrir tíu dögum fór ég síðan í blóðprufu sem staðfesti að ég var með Covid-19."


Ástandið í Bergamó var orðið svo skelfilegt í upphafi útbreiðslunnar að líkbrennslan hélt ekki í við dánartíðni íbúa. Herinn sendi trukka að nóttu til að sækja líkin og ferja í aðrar líkbrennslur fyrir rotnun.

„Það ríkir ótrúlega mikil sorg í borginni. Þú finnur fyrir henni alls staðar. Í loftinu, í götunni, í augum fólks, í auðum börum og veitingahúsum, í hljóði starfsmanns Atalanta sem missti föður sinn.

„Þetta var miðpunktur hörmungarinnar. Í hvert skipti sem ég hugsa um tímasetninguna finnst mér þetta fáránlegt. Hápunktur gleði Atalanta kom á sama tíma og örvæntingafyllsta stund borgarinnar í marga áratugi.

„Bergamó hefur þjáðst mikið útaf veirunni og það mun hvetja strákana áfram í Meistaradeildinni. Þeir munu spila fyrir borgarbúa."


Ítalska deildin fer aftur af stað 20. júní og á Atalanta heimaleik gegn titilbaráttuliði Lazio.
Athugasemdir
banner
banner
banner