Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 31. júlí 2020 11:00
Elvar Geir Magnússon
Infantino sakaður um glæpsamlegt athæfi
Gianni Infantino.
Gianni Infantino.
Mynd: Getty Images
Rannsókn er hafin á því hvort forseti FIFA, Gianni Infantino, hafi gerst sekur um glæpsamlegt athæfi á fundi með ríkissaksóknara Sviss, Michael Lauber.

Höfuðstöðvar FIFA er í Zurich í Sviss.

Lauber bauðst til að segja af sér í síðustu viku þegar hann var sakaður um að hafa reynt að hylma yfir fundinn með Infantino og sagt ósatt þegar rannsókn fór fram á spillingu innan FIFA.

Báðir halda því fram að þeir hafi ekki gert neitt saknæmt en í tilkynningu frá FIFA segir að sambandið og Infantino muni sýna fullan samstarfsvilja í rannsókn málsins.

Svissneskir saksóknarar skoða málið en viðtæk spilling innan FIFA og alþjóða fótboltans hefur verið mikið í sviðsljósinu í mörg ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner