Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 31. júlí 2021 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elías Már strax farinn að láta til sín taka hjá Nimes
Mynd: Nimes
Elías Már Ómarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Nimes í dag aðeins fjórum dögum eftir að hann kom til félagsins frá Excelsior í Hollandi.

Hann var í byrjunarliðinu gegn Dijon en liðin leika í næst efstu deild í Frakklandi. Bæði liðin féllu úr efstu deild á síðustu leiktíð.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Nimes. Fyrsta markið kom á 28. mínútu en það var sending frá hægri inn í teig, Elías var í baráttunni við markmann Dijon, boltinn barst síðan til samherja Elíasar sem skaut í hönd Cheick Traore, varnarmanns Dijon og víti og rautt spjald.

Yassine Benrahou skoraði úr vítinu, Roger Assalé jafnaði fyrir Dijon en aðeins mínútu síðar kom Lamine Fomba Nimes í 2-1 eftir stoðsendingu frá Benrahou.

Elías lék 65. mínútur. Nimes er með fjögur stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner