Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 31. júlí 2024 21:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Markalaust í bragðdaufum leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir 0 - 0 Fram
Lestu um leikinn


Fram freistaðist þess að fylgja eftir frábærum sigri gegn Val í kvöld þegar liðið heimsótti Fylki í Árbæinn.

Það er skemmst frá því að segja að um ansi tíðindalítinn leik var að ræða.

Liðunum gekk afar illa að skapa sér opin færi í rigningu og roki í Árbænum og markalaust jafntefli var niðurstaðan.

Fylkir reif sig upp úr botnsætinu en liðið er með jafnmörg stig og Vestri sem er komið á botninn. Fram fór upp fyrir Stjörnuna í 6. sæti deildarinnar.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner