Það voru risaleikir í Bestu deildinni í kvöld. Tvö bestu lið landsins undanfarin ár, Víkingur og Breiðablik, áttust við í Víkinni.
Tobias Thomsen kom Breiðabliki yfir snemma leiks þegar hann skallaði boltann í netið eftir að Damir Muminovic skallaði boltann fyrir markið.
Tobias Thomsen kom Breiðabliki yfir snemma leiks þegar hann skallaði boltann í netið eftir að Damir Muminovic skallaði boltann fyrir markið.
Óskar Borgþórsson jafnaði metin stuttu síðar þegar hann átti glæsilegt skot fyrir utan teiginn og boltinn söng í netinu.
Fyrri hálfleikurinn var bráðfjörugur. Bæði lið gátu bætt við mörkum en staðan 1-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Breiðablik lenti í vandræðum. Viktor Karl Einarsson var rekinn af velli fyrir brot á Daníel Hafsteinssyni.
Anton Ari Einarsson í marki Breiðabliks var í stuði í kjölfarið en hann var síðan sigraður þegar Valdimar Þór Ingimundarson stýrði boltanum í netið af stuttu færi.
Breiðablik gafst ekki upp. Arnór Gauti Jónsson jafnaði metin en það var svipuð uppskrift og fyrra mark liðsins. Damir átti skalla eftir hornspyrnu og Arnór Gauti kastaði sér á boltann og stýrði honum í netið.
Ágúst Orri Þorsteinsson komst upp í skyndisókn í blálokin en Ingvar Jónsson fór út á móti og var á undan í boltann. Tíu Blikar gerðu jafntefli gegn ellefu Víkingum.
Virkilega sterkur sigur hjá Fram
Valur var með tveggja stiga forystu á Víking fyrir umferðina en liðið heimsótti Fram sem gat komist upp í efri hlutann með sigri.
Valur náði forystunni þegar Aron Jóhannsson skoraði frábært mark með skotii fyrir utan teiginn. Bæði lið fengu tækifæri í kjölfarið en Valur var með eins marks forystu í hálfleik.
Simon Tibbling jafnaði metin eftir klukkutíma leik eftir frábæran undirbúning hjá Frey Sigurðssyni. Fred komst í góða stöðu til að koma Fram yfir undir lok leiksins en skaut yfir markið.
Það var svakaleg dramatík undir lokin. Fram fékk vítaspyrnu þegar Freyr skaut í höndina á Sigurði Agli Lárussyni. Simon Tibbling skoraði örugglega úr vítinu og kom Fram yfir og tryggði liðinu sigurinin.
Fyrsti sigur Fram síðan 5. júlí staðreynd. Valur er áfram á toppnum með 40 stig, stigi á undan Víkingum. Breiðablik er í 4. sæti með 33 stig, fjórum stigum á eftir Stjörnunni en Blikar eiga leik til góða. Fram er komið í 6. sæti fyrir lokaumferðina með 28 stig, jafn mörg stig og ÍBV sem er í 7. sæti.
Víkingur R. 2 - 2 Breiðablik
0-1 Tobias Bendix Thomsen ('7 )
1-1 Óskar Borgþórsson ('18 )
2-1 Valdimar Þór Ingimundarson ('62 )
2-2 Arnór Gauti Jónsson ('73 )
Rautt spjald: Viktor Karl Einarsson, Breiðablik ('52)
Lestu um leikinn
Fram 2 - 1 Valur
0-1 Aron Jóhannsson ('24 )
1-1 Simon Tibbling ('59 )
2-1 Simon Tibbling ('91 , víti)
Lestu um leikinn
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 21 | 12 | 4 | 5 | 52 - 33 | +19 | 40 |
2. Víkingur R. | 21 | 11 | 6 | 4 | 40 - 27 | +13 | 39 |
3. Stjarnan | 21 | 11 | 4 | 6 | 41 - 34 | +7 | 37 |
4. Breiðablik | 20 | 9 | 6 | 5 | 36 - 31 | +5 | 33 |
5. FH | 21 | 8 | 5 | 8 | 39 - 33 | +6 | 29 |
6. Fram | 21 | 8 | 4 | 9 | 30 - 29 | +1 | 28 |
7. ÍBV | 21 | 8 | 4 | 9 | 23 - 27 | -4 | 28 |
8. Vestri | 21 | 8 | 3 | 10 | 22 - 24 | -2 | 27 |
9. KA | 21 | 7 | 5 | 9 | 25 - 38 | -13 | 26 |
10. KR | 21 | 6 | 6 | 9 | 42 - 44 | -2 | 24 |
11. Afturelding | 21 | 5 | 6 | 10 | 28 - 36 | -8 | 21 |
12. ÍA | 20 | 5 | 1 | 14 | 20 - 42 | -22 | 16 |
Athugasemdir