Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   sun 31. ágúst 2025 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Guehi skoraði glæsilegt mark í öruggum sigri
Mynd: EPA
Aston Villa 0 - 3 Crystal Palace
0-1 Jean-Philippe Mateta ('21 , víti)
0-2 Marc Guehi ('68 )
0-3 Ismaila Sarr ('78 )

Crystal Palace vann öruggan sigur gegn Aston Villa á Villa Park í kvöld.

Yuri Tielemans fékk gullið tækifæri til að koma Aston Villa yfir strax í upphafi leiksins en skotið yfir markið.

Crystal Palace fékk vítaspyrnu þegar Marco Bizot, sem var í markinu í fjarveru Emi Martinez, braut á Daichi Kamada. Jean-Philippe Mateta steig á punktinn og skoraði.

Marc Guehi var í byrjunarliði Crystal Palace en hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool. Hann bætti öðru markinu við þegar hann skoraði með frábæru skoti í fjærhornið, algjörlega óverjandi.

Ismaila Sarr innsiglaði sigur Crystal Palace þegar hann skoraði eftir að Maxence Lacroix framlengdi boltann á fjærstöngina eftir langt innkast.

Crystal Palace er í 8. sæti með fimm stig en Aston Villa byrjar tímabilið illa og er með eitt stig eftir þrjár umferðir í næst neðsta sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner