Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 22:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Mikael Egill líflegur í naumu tapi gegn Juventus - Inter tapaði
Mynd: Genoa
Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Genoa sem tapaði naumlega gegn Juventus í ítölsku deildinni í dag.

Mikael átti fyrsta skotið á markið. Hann lék á Joao Mario og átti skot sem fór beint á Michele De Gregorio í marki Juventus. Hann kom sér í svipaða stöðu seinna í leiknum en í þetta sinn komst Mario fyrir skotið.

Dusan Vlahovic var hetja Juventus en hann skoraði eina markið með skalla eftir hornspyrnu.

Lazio tapaði gegn Como í fyrstu umferð en liðið nældi í sinn fyrsta sigur þegar liðið vann Verona örugglega. Inter komst yfir gegn Udinese þegar Denzel Dumfries skoraði een Keinan Davis jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu.

Það var síðan Arthur Atta sem tryggði Udinese frábæran sigur eftir undirbúning Davis.

Albert Guðmundsson spilaði 83 mínútur í markalausu jafntefli hjá Fiorentina gegn Torino.

Torino 0 - 0 Fiorentina

Genoa 0 - 1 Juventus
0-1 Dusan Vlahovic ('73 )

Inter 1 - 2 Udinese
1-0 Denzel Dumfries ('17 )
1-1 Keinan Davis ('29 , víti)
1-2 Arthur Atta ('40 )

Lazio 4 - 0 Verona
1-0 Matteo Guendouzi ('3 )
2-0 Mattia Zaccagni ('10 )
3-0 Valentin Castellanos ('41 )
4-0 Boulaye Dia ('82 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Juventus 2 2 0 0 3 0 +3 6
2 Napoli 2 2 0 0 3 0 +3 6
3 Cremonese 2 2 0 0 5 3 +2 6
4 Roma 2 2 0 0 2 0 +2 6
5 Udinese 2 1 1 0 3 2 +1 4
6 Inter 2 1 0 1 6 2 +4 3
7 Lazio 2 1 0 1 4 2 +2 3
8 Milan 2 1 0 1 3 2 +1 3
9 Como 2 1 0 1 2 1 +1 3
10 Bologna 2 1 0 1 1 1 0 3
11 Atalanta 2 0 2 0 2 2 0 2
12 Fiorentina 2 0 2 0 1 1 0 2
13 Cagliari 2 0 1 1 1 2 -1 1
14 Pisa 2 0 1 1 1 2 -1 1
15 Genoa 2 0 1 1 0 1 -1 1
16 Parma 2 0 1 1 1 3 -2 1
17 Lecce 2 0 1 1 0 2 -2 1
18 Verona 2 0 1 1 1 5 -4 1
19 Torino 2 0 1 1 0 5 -5 1
20 Sassuolo 2 0 0 2 2 5 -3 0
Athugasemdir
banner