Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 19:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Szoboszlai fékk loksins tækifæri og skoraði glæsilegt mark: Varð að taka áhættu
Mynd: EPA
Dominik Szoboszlai var hetja Liverpool þegar hann skoraði eina mark liðsins í mikilvægum sigri gegn Arsenal á Anfield í dag.

Hann skroaði beint úr aukaspyrnu þegar skammt var til loka venjulelgs leiktíma.

„Ég hugsaði: 'Ég tek áhættuna'. Ég hafði trú á sjálfum mér og loksins skoraði ég úr aukaspyrnu. Ég verð að minnast á Trent því hann var að taka aukaspyrnurnar áður. Loksins fékk ég tækifærið og nýtti það," sagði Szoboszlai.

„Ég hef ekki æft svona skot undanfarið því við æfðum nær markinu. Ég varð að taka áhættuna og skjóta fastar því ég vissi að Raya vildi stökkva á bakvið boltann. Hann er ótrúlegur markvörður, ef þetta hefði verið aðeins innar hefði hann varið þetta."

Liverpool fékk fá tækifæri í leiknum. Szoboszlai hrósaði Arsenal sem hefur verið í harðri titilbaráttu undanfarin ár.

„Auðvitað. Þeir áttu ótrúlegt tímabil í fyrra og tvö tímabil þar á undan. Þetta er hrós að vera alltaf á eftir okkur og Man City, þetta er erfitt en þeir eru alltaf þarna. Þeir eru með ótrúlegt lið og ótrúlegan þjálfara."
Athugasemdir
banner
banner