Kostas Tsimikas er genginn til liðs við Roma á láni frá Liverpool út leiktíðina.
Tsimikas hefur fallið niður goggunarröðina hjá Arne Slot eftir komu Milos Kerkez en hann var ekki hóp í neinum leik í fyrstu leikjum tímabilsins.
Hann gekk til liðs við Liverpool frá Olympiakos árið 2020. Hann hefur verið varaskeifa fyrir Andy Robertson. Hann hefur spilað 115 leiki fyrir Liverpool.
Roma er með fullt hús stiga í ítölsku deildinni eftir tvær umferðir.
???? Un messaggio da Kostas…#ASRoma pic.twitter.com/dyz4vwvuX6
— AS Roma (@OfficialASRoma) August 31, 2025
Athugasemdir