Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   lau 31. desember 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Mætast Messi og Ronaldo í janúar?
Cristiano Ronaldo skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Al Nassr í Sádi Arabíu og yfirgaf Evrópu í fyrsta sinn á ferlinum en það þýðir ekki að baráttu hans við Lionel Messi sé lokið.

Þann 19. janúar næstkomandi mun Paris Saint-Germain mæta til Riyadh og spila vináttuleik gegn sameinuðu liði Al Hilal og Al Nassr.

Ronaldo rifti samningi sínum við Manchester United rétt fyrir heimsmeistaramótið og hefur því verið án félags í um það bil mánuð en hann gæti þó verið klár í þennan vináttuleik gegn PSG.

Messi er ekki enn búinn að skila sér til PSG eftir að hafa unnið HM í Katar en það er von á honum í byrjun ársins.

Það er því alls ekki útiloka að leikmennirnir mætist í leiknum þann 19. janúar.


Athugasemdir
banner
banner